Hilmir snýr heim │Sigurður Unnar Birgisson

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
25, september 2021 - 09, desember 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 17.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sýningin „Hilmir snýr heim“ eftir ljósmyndarann og myndlistarmanninn Sigurð Unnar Birgisson samanstendur af stækkuðum passamyndum af karlmönnum um sjötugt ásamt blómamyndum úr náttúru Íslands eftir Hjálmar R. Bárðarson (1918-2009). Það kann að þykja óvenjulegt að stilla þessum tveimur myndefnum upp saman. Hvað gætu rosknir karlar átt sameiginlegt með blómum? Við fyrstu sýn virðist það ekki vera margt annað en að hefðbundinni, raunsærri nálgun er beitt í báðum tilfellum auk þess sem greina má samhljóm með myndformum. Sýningin veltir þó upp djúpstæðari spurningum þar sem kafað er undir yfirborðið og hlutirnir settir í stærra samhengi. Sigurður Unnar Birgisson býr í Reykjavík og starfar á ljósmyndastofunni Passamyndir. Hann útskrifaðist með BA og MA gráðu frá Universität der Künste í Berlín árið 2015 undir handleiðslu Mariu Vedder.

Svipaðir atburðir

Yfirgefin list│Guðmundur Óli Pálmason
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Abrakadabra – töfrar samtímalistar
Fiskur & fólk | Sjóminjasafnið
Ferðagarpurinn Erró
Lengi skal manninn reyna
Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar
D46 Ásgerður Birna Björnsdóttir: Snertitaug
Fjársjóður þjóðar í Safnahúsinu
Muggur - Guðmundur Thorsteinsson
Lífið á landnámsöld
Korriró og Dillidó / Ásgrímur Jónsson
KVEIKJA | Að skrifa fyrir leikhús
Þín eigin bókasafnsráðgáta | Sýning og ratleikur
Artótek | Naglinn: Án titils
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Melckmeyt 1659 | Sjóminjasafnið
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Klúbbur | Fyrir alla Anime aðdáendur 13-16 ára Grófinni
Tálgunarnámskeið | 6-12 ára

#borginokkar