Jólaþorpið í Hafnarfirði

Strandgata 24b

Dagsetningar
Thorsplan
26, nóvember 2021 - 23, desember 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 17.00 - 20.00

Vefsíða http://www.jolathorpid.is/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Jólaþorpið í Hafnarfirði er jólamarkaður á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar sem verður opinn alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin. Í miðbæ Hafnarfjarðar er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu. Vertu velkomin(n) að kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu.

Fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan þú nýtur gómsætra veitinga sem ylja að innan.

Til Hafnarfjarðar er notalegt að koma á aðventunni, njóta og hafa gaman saman. Hafnarfjörður er sannkallaður jólabær þar sem fjölskyldur og vinahópar upplifa hlýlega og afslappaða jólastemningu og lystigarðurinn Hellisgerði verður fallega skreyttur og prýddur ljúfum jólaljósum í desember. Jólasveinarnir koma í heimsókn í Jólaþorpið á laugardögum og Grýla verður á vappi um á sunnudögum!

Höfum það huggulegt saman á aðventunni.

Svipaðir atburðir

Abrakadabra – töfrar samtímalistar
Fiskur & fólk | Sjóminjasafnið
Lengi skal manninn reyna
Korriró og Dillidó / Ásgrímur Jónsson
Þín eigin bókasafnsráðgáta | Sýning og ratleikur
Tálgunarnámskeið | 6-12 ára
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
the Cartography of Time
En núna?
Birting
Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar
Nánd
Ferðagarpurinn Erró
Harmóník
Lífið á landnámsöld
Lokatónleikar Myrkra músíkdaga
Melckmeyt 1659 | Sjóminjasafnið
Klúbbur I Harry Potter fyrir 9-12 ára I Kringlan
D46 Ásgerður Birna Björnsdóttir: Snertitaug
Klúbbur | Fyrir alla Anime aðdáendur 13-16 ára Grófinni

#borginokkar