Hernámsæska í tröllahöndum?

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
16, september 2021
Opið frá: 16.30 - 18.30

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Hernámsæska í tröllahöndum er yfirskrift fléttu Borgarsögusafns sem fram fer á Ljósmyndasafni Reykjavíkur fimmtudaginn 16. september kl. 16:30. Þar stendur yfir sýning um ljósmyndaferil Sigurhans Vignir* sem ber heitið Hið þögla en göfuga mál. Langi Seli og skuggarnir skemmta gestum eftir erindið.
Leifur Reynisson sagnfræðingur fjallar um æskuna um og upp úr hernámi; nánar tiltekið frá hernámi fram að rokki. Var hernámsæskan í tröllahöndum? Svo vildu margir meina eftir umrót hernámsáranna. Íslenskt samfélag tók stakkaskiptum þegar erlendir herir námu hér land og unga fólkið fór svo sannarlega ekki varhluta af því. Leifur gerir grein fyrir því hvernig æskan varð til sem sjálfstæður þjóðfélagshópur með eigin menningareinkenni, en tímabilið sem um ræðir nær frá hernámi til rokks og hefur hann sér til fulltingis ljósmyndir úr safni Sigurhans Vignir*.
Að erindi loknu mun hin þjóðkunna hljómsveit Langi Seli og skuggarnir stíga á stokk og gestum býðst að bragða léttvín frá Casillero Del Diablo. Þessi vínkynning er í boði Mekka.
40 ára afmælissýningu Ljósmyndasafnsins Hið þögla en göfuga mál lýkur sunnudaginn 19. september.
Aðgangur er ókeypis!

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar