FULLBÓKAÐ! - SÖGUR – Tónsmíðar | 9-12 ára

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið í Grófinni
19, september 2021
Opið frá: 13.00 - 15.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/born/sogur-tonsmidar-9-12-ara
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur- Verðlaunahátíð barnanna býður börnum frá aldrinum 9-12 ára að læra að búa til sitt eigið lag undir leiðsögn Jóhannesar Ágústs. Námskeiðið er þrjú skipti, sunnudagana 19., og 26. september og 3. október.

Smiðjan er fullbókuð. Hægt er að skrá sig á biðlista með að senda póst á netfangið ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is

Dagskrá:
-19. september: Farið er yfir grunn í tónlistar- og textagerð og í hugmyndavinnu. (13:00-15:00)
-26. september: Börnin vinna að tónlist sinni í minni hópum (1 tími einhvern tíma á milli 13:00-16:30)
-3. október: Börnin leggja lokahönd á lagið sitt og undirbúa það til sendingar í samkeppni Sagna (1 tími einhvern tíma á milli 13:00-16:30)

Í lok námskeiðsins eru börnin hvött til þess að taka þátt í samkeppni Sagna. Eftir áramót verða þrjú lög valin og þau börn tækifæri að fullvinna lagið sitt með pródúsent og tónlistarmönnum. Lögin þrjú verða flutt á verðlaunahátíð Sagna næsta vor í beinni útsendingu á RÚV. Það er því til mikils að vinna!

Jóhannes Ágúst er nýlega útskrifaður úr B.A. námi í lagaskrifum og pródúseringu við Linnéuniversitet í Svíþjóð og starfar við tónlistargerð á Íslandi.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar