Artótek | Naglinn: Dans á rósum

Sólheimar 27, 104 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Sólheimum
01, september 2021 - 30, október 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 19.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/artotek-naglinn-dans-rosum
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Listaverkið „Dans á rósum“ eftir Louise St. Djermoun verður til sýnis á Naglanum í Borgarbókasafninu Sólheimum í september og október. Verkið er fengið að láni úr Artótekinu, sem er til húsa í Borgarbókasafninu Grófinni.

Naglinn er heitið á sýningaröð á Borgarbókasafninu Sólheimum og er þetta 6. sýningin í röðinni. Hver sýning samanstendur af einu listaverki. Áhugasamir geta keypt verkið eða leigt það á kaupleigu en þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja, úr Artótekinu, hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.

Louisa skilgreinir sig sem afstæðu-náttúrumyndlistamann. Hún fædd og uppalin í Skerjafirðinum en hefur búið í Frakklandi sl. 20 ár. Hún hefur þróað sérstaka tækni þar sem hún notar ljósmyndalinsu, hennar þriðja auga, til þess að fanga augnablik í náttúrunni sem eru síðan unnin á stafrænu formi áður en þau eru máluð á strigann. „Allt frá því að ég var lítil stelpa í Skerjarfirðinum hefur efnisáferð náttúrunnar átt hug minn allan: fjaran, sjórinn og grófu stráin. Myndirnar mínar eru þrívíðar þar sem ég nota mikið af upphleyptri textílmálningu til þess að fá þá áferð sem ég sækist eftir. Náttúran í návígi.“

María Þórðardóttir, staðgengill deildarstjóra í Sólheimum, valdi verkið að þessu sinni. „Ég valdi La vie en rose því ég heillast af tækninni sem Louise notar þar sem hún vinnur með samhverfur og blandaða tækni ljósmyndunar og málningar á striga. Mér finnst myndin kraftmikil og litirnir í henni fallegir.“

Verkið er hægt að leigja á 7.000 kr. á mánuði eða kaupa á 230.000 kr.

Nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn og verkið á https://artotek.is

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar