Reykjavík barnanna

Pósthússtræti 11, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Pósthússtræti
21, ágúst 2021 - 02, október 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 08.00 - 23.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Útisýning á myndum Lindu Ólafsdóttur úr bókinni Reykjavík barnanna við texta Margrétar Tryggvadóttur. Reykjavík hefur tekið stakkaskiptum í tímans rás. Þegar fyrstu landnámsmennirnir settust þar að var náttúran ósnortin en þar er nú nútíma höfuðborg. Reykjavík barnanna – Tímaflakk um höfuðborgina okkar, er saga borgarinnar þar sem líf íbúanna á ýmsum tímum lifnar við í máli og myndum. Sýningargestir fá tækifæri til að fræðast um ótalmargt sem tengist svæðinu, svo sem víkingaþorpið, kaupstaðinn, höfnina, skólplagnirnar, dýralífið, brunann mikla og ýmislegt fleira. Sýningin er í Pósthússtræti við Austurvöll, en höfundar verða á staðnum á Menningarnótt milli kl.15 og 17 og spjalla við gesti og gangandi. Sýningin stendur yfir í 6 vikur og er sett upp í samstarfi við Reykjavík, Bókmenntaborg UNESCO, Borgarsögusafn og Forlagið.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar