Vísindakaffi | Tungumál og gervigreind

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Grófinni
16, september 2021
Opið frá: 17.15 - 18.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/visindakaffi-tungumal-og-gervigreind
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á þessu Vísindakaffi verður rætt um aðkomu gervigreindar að ýmsum tungumálarannsóknum, sem og varðveislu tungumála eins og íslenskunnar í heimi þar sem enskan verður æ fyrirferðarmeiri.

Vísindakaffi er ný viðburðaröð sem miðast að því að ræða um vísindi á mannamáli. Fenginn er sérfræðingur á vissu sviði og hann spurður spjörunum úr, eftir stutta kynningu. Áhorfendur fá líka tækifæri til að taka þátt í umræðunum. Engin þekking á efninu nauðsynleg, aðeins áhugi.

Sérfræðingurinn að þessu sinni er Vésteinn Snæbjarnarson.
Vésteinn starfar hjá sprotafyrirtækinu Miðeind og hefur unnið við rannsóknir og þróun á gervigreind sem meðhöndlar íslenskt mál. Hann hefur meðal annars komið að gerð kerfa sem þýða texta, greina nöfn og svara spurningum ásamt því að fikta við gerð talgervils. Vésteinn er með bakkalárgráður í heimspeki og stærðfræði en hefur einbeitt sér að hugbúnaðargerð eftir útskrift.

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar