Vísindakaffi | Heilsa, heilbrigði og gervigreind

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Grófinni
14, október 2021
Opið frá: 17.15 - 18.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/visindakaffi-heilsa-heilbrigdi-og-gervigreind
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á þessu Vísindakaffi verður rætt um aðkomu gervigreindar að heilbrigðiskerfinu og þá möguleika og takmarkanir sem í þeirri samþættingu gætu leynst.
Gæti gervigreind greint sjúkdóma betur og hraðar en mannlegt auga? Hvað þyrfti til? Hvers konar tilraunir hafa verið gerðar á þessu sviði? Og hvað með persónuvernd í gagnasöfnun?
Hafsteinn Einarsson er lektor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi frá ETH Zurich í Sviss árið 2017 og hafa rannsóknir hans m.a. verið með fókus á taugavísindi, vélnám og máltækni. Hafsteinn er einnig einn af stofnendum fyrirtækisins Nordverse sem sérhæfir sig m.a. í stafrænum lausnum innan heilbrigðisgeirans með sérstaka áherslu á máltækni. Nýlega tók hann þátt í samstarfi með stjórnvöldum að útgáfu Elemennt, námskeiðs í gervigreind sem er opið öllum.
Vísindakaffi er ný viðburðaröð sem miðast að því að ræða um vísindi á mannamáli. Fenginn er sérfræðingur á vissu sviði og hann spurður spjörunum úr, eftir stutta kynningu. Áhorfendur fá líka tækifæri til að taka þátt í umræðunum. Engin þekking á efninu nauðsynleg, aðeins áhugi.

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar