Stórmót Taflfélags Reykjavíkur

Kistuhylur 4, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Árbæjarsafn
15, ágúst 2021 - 28, ágúst 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 14.00 - 16.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/arbaejarsafn
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Hið árlega stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbæjarsafns verður haldið í Árbæjarsafni sunnudaginn 15. ágúst og hefst klukkan 14:00. Þátttökugjald í Stórmótinu er 1.800 kr. fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis er fyrir yngri 17 ára og yngri og er þátttökugjald jafnframt aðgangseyrir í safnið. Öllum er frjálst að skrá sig til leiks en verðlaun eru veitt fyrir efstu þrjú sætin. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Taflmótið fer fram í húsi sem nefnist Kornhúsið.
Spilavinir munu stýra skemmtilegri spilastund fyrir fjölskyldur milli kl. 13-16 í húsi sem heitir Lækjargata þar sem fólki gefst kostur á að læra ný spil undir styrki stjórn spilasérfræðinganna frá Spilavinum. Allir velkomnir! Heitt á könnunni í Dillonshúsi og nýbakað bakkelsi.
Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa.
Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni: Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar