Skapandi skrif á ensku

Spöngin 41, 112 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Spönginni
03, ágúst 2021 - 31, ágúst 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 16.00 - 18.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/en/event/learning/english-creative-writing-workshop
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Aldur: 16+
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10

Frá sjónarhól höfundar
Ritsmiðja fyrir skapandi skrif á ensku sem mun leggja áherslu á að innleiða yfirsýn höfundarins fyrir hversdagslífið og einnig verður skoðað þau tæki og tól sem eru nauðsynleg til að búa til sögu. Við munum einblína á að finna byrjunarreit fyrir hvaða verk sem er ásamt því að reisa undirstöðu fyrir hvaða hugmynd, senu eða samtal sem viðkomandi dettur í hug.
Ritsmiðjan verður kennd á ensku, en grunngildin geta verið aðlöguð að hvaða tungumáli sem er!

Áslaug Hrefna Thorlacius leiðbeinir ritsmiðjunni. Hún fæddist í Princeton, New Jersey í Bandaríkjunum en flutti aftur heim til Íslands þegar hún var fimm vikna gömul. Áslaug útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð í desember árið 2017 og stundar nú enskunám við Háskóla Ísland. Hún hefur verið að semja smásögur og aðdáendaspuna í mörg ár.

Námskeiðið er ætlað fyrir sextán ára og eldri.
Engar kröfur eru gerðar um fyrri reynslu við ritlist.

Smiðjan stendur yfir í fimm vikur og mæting er einu sinni í viku:
Þriðjudaginn 3. ágúst, frá 16:00 – 18:00
Þriðjudaginn 10. ágúst, frá 16:00 – 18:00
Þriðjudaginn 17. ágúst, frá 16:00 – 18:00
Þriðjudaginn 24. ágúst, frá 16:00 – 18:00
Þriðjudaginn 31. ágúst, frá 16:00 – 18:00

Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg þar sem plássin eru takmörkuð.

Nánari upplýsingar:
Áslaug Hrefna Thorlacius, bókavörður
aslaug.hrefna.thorlacius@reykjavik.is

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar