Unnur Sara fagnar þjóðhátíðardegi Frakka

Laugavegur 18, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Bókabúð Máls og menningar
14, júlí 2021
Opið frá: 20.00 - 21.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn fagnar þjóðhátíðardegi Frakka með útgáfutónleikum sinnar þriðju plötu "Bisous" sem kemur út sama dag.

Frönsk tónlist frá sixties tímabilinu hefur lengi heillað Unni en titill plötunnar er vísun í eitt aðallag plötunnar "Zou Bisou Bisou" sem var vinsælt á Rás 2 síðastliðinn vetur í flutningi hennar.

Platan er í heild sinni bráðsmitandi gleðisprengja. Skemmtilegir og grípandi franskir poppsmellir ráða þar för, en mikið af tónlistinni er frá tónlistarkonum sem voru áberandi á ye ye tímabilinu og má þar helst nefna France Gall, Françoise Hardy og Sylvie Vartan.

Einnig verða flutt vel valin lög af síðustu breiðskífu „Unnur Sara syngur Gainsbourg” en hún kom út árið 2018 og er komin með rúmlega 1,6 milljón spilanir á Spotify.

Það þarf enginn að kunna frönsku til að geta mætt og sungið og dansað með eða bara setið, sötrað á víni og notið tónlistarinnar!

Tónleikarnir fara fram miðvikudagskvöldið 14. júlí kl. 20 á nýja tónleikastað Bókabúða Máls og menningar á Laugavegi 18.

Aðgangur ókeypis.

Ásamt Unni Söru koma fram:
Sindri Freyr Steinsson, gítar
Birgir Þórisson, píanó
Baldur Kristjánsson, bassi
Þorvaldur Kári Ingveldarson, trommur
Silja Rós Ragnarsdóttir, bakrödd
Marína Ósk Þórólfsdóttir, bakrödd

Eintök af „Unnur Sara syngur Gainsbourg” verða á sérstöku tilboðsverði:
CD: 2.500 kr
LP: 3.500 kr

Ekki er tekið við posa en hægt er að borga með millifærslu, Kass og Aur.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar