Ljóðakaffi | Freyðandi ljóð

Listabraut 3, 103 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Kringlunni
02, september 2021 - 24, febrúar 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 17.30 - 18.30

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/bokmenntir/ljodakaffi-freydandi-ljod
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á Borgarbókasafninu í Kringlunni verður boðið upp á freyðandi ljóð og léttar veitingar. Júlía Margrét Einarsdóttir sér um ljóðakaffið þar sem þrjú skáld í yngri kantinum flytja ljóð sín: Arndís Lóa Magnúsdóttir, Brynja Hjálmsdóttir og Dagur Hjartarson.

Arndís Lóa Magnúsdóttir er fædd 1994 en hún fékk nýræktarstyrk til að gefa út ljóðabókina Taugaboð á háspennulínu. Brynja Hjálmsdóttir, fædd 1992, hefur gefið út ljóðabókina Okfruman og birt ljóð í tímaritum og Dagur Hjartarson sem er fæddur 1986 hefur meðal annars gefið út ljóðabækurnar: Fjölskyldulíf á jörðinni, Því miður og Heilaskurðaðgerðin. Júlía Margrét Einarsdóttir er fædd 1987 og hefur gefið út skáldsöguna Drottningin á Júpíter og ljóðabókina Jarðarberjatungl, auk annarra skrifa.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar