Á mörkum sviðsmynda og náttúru│Peter Stridsberg

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
03, júní 2021 - 13, ágúst 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 18.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á sýningunni eru fjögur verk sem unnin voru sumarið 2020.
“Ég leitaðist við að ná tengingu við uppruna minn með því að skoða staði sem tengjast fjölskyldusögu minni og þeim upphöfnu minningum sem ég á af þeim. Ég vildi kanna hvernig þessar minningar hafa áhrif á frásögn og myndmál í verkum mínum.”
Mannfólk og náttúra er skoðuð í gegn um linsuna.
“Í seríunni kanna ég landamærin á milli mannfólks, náttúru og sviðsmynda út frá sögupersónu sem leitar að sínum sess í tilverunni. Sögusviðið er einskonar fjarvíddarteikning sem ég skapaði utan um raunsannar sviðsmyndir sem birtast í tilbúnu umhverfi.”
Peter Stridsberg býr og starfar í Kungälv, Svíþjóð. Hann útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Umeå Academy of Fine Arts 2019. Peter hefur haldið einkasýningar sem og fjölmargar samsýningar undanfarin ár.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar