Í síkvikri mótun: Vitund og náttúra

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Norræna húsið í Reykjavík
17, apríl 2021 - 01, ágúst 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða //www.nordichouse.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sýningin Í síkvikri mótun: vitund og náttúra varpar fram svipmyndum af upplifunum, hugleiðingum og rannsóknum listamanna á sviði myndlistar, tónlistar, hönnunar og sviðslista, sem búa á hinum síkvika útjaðri norðursins. Náttúran mótar manngert umhverfi og hið manngerða hefur áhrif á náttúruna; hvort tveggja nú í eins konar hröðun sem okkur rekur ekki minni til að hafi átt sér stað áður. Stefnumót þjóðanna fjögurra minnir á mikilvæg og margslungin söguleg samskipti sem hafa mótað menningu og samfélög landanna. Umbreytingar kalla á endurskoðun fyrri viðhorfa, rýni í vitund og sjálfsmynd okkar sem einstaklinga jafnt sem þjóða. Það er orsakasamhengi á milli gjörða okkar og atburða í náttúrunni; og öfugt: undir hinum langa boga náttúruafla eru einstök líf, einstök samfélög, einstakar sögur. Atburðir á Íslandi síðustu vikur, mánuði og ár minna okkur á að það er ekki stöðugleikinn sem er eðlilegt ástand, heldur hin stöðuga umbreyting alls; náttúru, manna og samfélaga.

Svipaðir atburðir

Reykjavík barnanna
Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásmundur Sveinsson: Ef lýsa ætti myrkva
Samfélag skynjandi vera
Artótek | Naglinn: Dans á rósum
Halló, geimur
OF THE NORTH
Sumarnótt / Ragnar Kjartansson
Eilíf endurkoma
Hönnun í anda Ásmundar
Korriró og Dillidó / Ásgrímur Jónsson
Opnun: Hilmir snýr heim |Sigurður Unnar Birgisson
Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld
Weekly guided tours in English at noon
do it (heima)
Kabarett í Kjallaranum
Fiskur & fólk | Sjóminjasafnið
Sjón er sögu ríkari
Endurfundur │Anna Elín Svavarsdóttir
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Hið þögla en göfuga mál | Sigurhans Vignir

#borginokkar