Miðborgargöngur: Reykjavíkurhöfn og Örfirisey

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa
29, júní 2021
Opið frá: 17.50 - 19.30

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Í þessum göngutúr verður farið um hafnarsvæðið og Örfirisey.
Upphafsstaður: Við Hörpu
Kl. 17:50 verða gerðar nokkrar æfingar.
Kl. 18 hefst gangan.
Um: Gengið meðfram höfninni og sjávarsíðunni í Örfirisey í fylgd Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Bent á hvar uppfylling hefur komið í seinni tíð og hvernig höfnin þróaðist og skoðaðar minjar frá gamalli tíð.
Endað við Granda mathöll.

Um göngurnar: Léttar síðdegisgöngur í miðborg Reykjavíkur
Göngurnar eru hugsaðar sem fjölbreytt og stundum fróðleg afþreying í miðbænum síðdegis á þriðjudögum. Göngurnar geta tekið einn til tvo tíma og fer eftir lengd stoppa hversu langan tíma þær taka. Alltaf eru léttar og hressandi líkamsæfingar í anda Muller tíu mínútum fyrir upphaf göngu og valkvætt hvort fólk mætir snemma til að taka þátt í þeim. Eftir göngu er tilvalið að setjast inn á einhver af veitingahúsum borgarinnar og fá sér hressingu.
Göngurnar eru í umsjón Vesens og vergangs og í samvinnu við Sumarborgina.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar