
Korriró og Dillidó / Ásgrímur Jónsson
05, maí 2021 - 30, janúar 2022
(sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00
Vefsíða
//www.listasafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Ævintýrin gerast enn! Myndheimur íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem Ásgrímur Jónsson skapaði með verkum sínum er sannkallaður töfraheimur. Álfar, tröll og draugar, sem lifað höfðu í hugskoti þjóðarinnar í rökkri baðstofunnar, tóku á sig skýra mynd í verkum Ásgríms, en hann sýndi slík verk í fyrsta sinn á Íslandi árið 1905. Þjóðsagnamyndir Ásgríms fengu góðan hljómgrunn og í blaðaskrifum um sýninguna er því fagnað að í fyrsta sinn hafi íslenskur listmálari tekist á við að túlka þjóðsögurnar. Mikil sátt virðist hafa ríkt um útlit álfa og trölla í meðförum Ásgríms, svo ætla má að listamanninum hafi tekist að fanga þá mynd sem landsmenn höfðu skapað í huga sér af þessum fyrirbærum. Þjóðsagnamyndirnar eru í dag hluti af einstökum menningararfi sem Listasafn Íslands varðveitir.