Árbæjarlónið sem var | Sýning Reynis Vilhjálmssonar

Hraunbær 119, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Árbæ
22, júní 2021 - 30, ágúst 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 19.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/arbaejarlonid-sem-var-syning-reynis-vilhjalmssonar
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Reynir Vilhjálmsson sýnir vatnslitamyndir. Elliðaárnar, rafstöð, stíflan og Árbæjarlónið er þema sýningarinnar en Reynir hefur búið í Árbæ í 53 ár, lengst af i Fagrabæ á bakka Árbæjarlóns. Tæming Árbæjarlóns til frambúðar haustið 2020 var kveikjan að sýningunni.

Reynir er landslagsarkitekt og starfaði að hönnun og skipulagsmálum, allan sinn feril með blýant í hendinni. Dæmi um skipulagsverkefni sem Reynir hefur komið að á löngum ferli eru: Skipulag Árbæjarhverfis, heildarskipulag Elliðaárdals, umhverfi Rafstöðvarinnar, athafnasvæði hestamanna á Víðivöllum. Allt verkefni unnin fyrir og í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Reynir hefur alla tíð teiknað á ferðum sínum um landið og heiminn. Vatnslitaferillinn hófst eftir starfslok, fyrir um 10 árum. Frá árinu 2013 hefur Reynir sótt námskeið í vatnslitun hjá Myndlistaskóla Kópavogs og notið þar tilsagnar margra frábærra kennara.

Reynir er félagsmaður í Vatnslitafélagi Íslands og hefur tekið þátt í samsýningum á vegum þess. Einnig hélt hann einkasýningu árið 2019 í Herhúsinu á Siglufirði.
Árið 2004 var haldið sjónþing í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi tileinkað Reyni og samtímis sýning á verkum hans.

Svipaðir atburðir

Weekly guided tours in English at noon
do it (heima)
Reykjavík barnanna
Samfélag skynjandi vera
Artótek | Naglinn: Dans á rósum
Halló, geimur
OF THE NORTH
Sumarnótt / Ragnar Kjartansson
Eilíf endurkoma
Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásmundur Sveinsson: Ef lýsa ætti myrkva
Hönnun í anda Ásmundar
Korriró og Dillidó / Ásgrímur Jónsson
Opnun: Hilmir snýr heim |Sigurður Unnar Birgisson
Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld
Fiskur & fólk | Sjóminjasafnið
Kabarett í Kjallaranum
Spilum og spjöllum á íslensku!
Melckmeyt 1659 | Sjóminjasafnið
Sjón er sögu ríkari
Endurfundur │Anna Elín Svavarsdóttir

#borginokkar