Risabók um hafið og fleiri náttúruundur

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Grófinni
15, maí 2021 - 30, maí 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 18.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Nemendur í 2. bekk í Melaskóla sýna afrakstur sameiginlegrar rannsóknarvinnu sem þeir unnu undir handleiðslu Magnúsar Vals Pálssonar, myndmenntakennara, og Sesselju Guðmundu Magnúsdóttur, danskennara. Verkefnið snýst um tengsl okkar mannfólksins við hafið og fjöruna. Auk þess hafa nemendur skoðað önnur fyrirbrigði náttúrunnar s.s. jökla og eldgos. Ýmsir listamenn hafa verið til halds og trausts í þessu ferli. Myndlistakonan Anna Jóa heimsótti nemendur og sagði þeim frá sinni listsköpun og aðferðum. Hún vinnur áhugaverð verk út frá ýmsu sem hún finnur í fjörum. Anna skrifar orð með lími og stráir fjörusandi yfir. Nemendur voru mjög innblásin af hennar verkum og sér þess glögg merki í risabókinni sem sýnd er í Grófinni. Risabókin er samsett úr þremur hurðum sem til stóð að henda. Hún fjallar um tengsl okkar við hafið og fjöruna. Nemendur fengu sjálfir að útfæra verkið á þann hátt sem þau vildu, en áður en þau hófust handa skissuðu þau hugmyndir og einnig var stuðst við texta sem Sesselja Guðmunda danskennari hafði skrifað upp eftir þeim.
Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson gaf góðfúslegt leyfi til notkunar lags hans Tónar við hafið sem nýtt var sem innblástur og kveikja. Nemendur unnu dans og hreyfingar undir handleiðslu Sesselju Guðmundu og má sjá afrakstur þeirrar vinnu í myndbandinu sem hér er til sýnis. Í byrjun árs vann myndlistarmaðurinn Hrafkell Sigurðsson með nemendum að Jöklasmiðju á sinn óviðjafnalega hátt, en jöklarnir ásamt fleiri verkum voru til sýnis í Borgarbókasafni Grófinni í febrúar. Á vordögum glímdu nemendur við sínar útfærslur af eldgosinu í Geldingadal og má sjá þeirra skemmtilegu sýn á þetta náttúruundur á sýningunni. Verkefnið er unnið í samstarfi við þróunarverkefnið LÁN (listrænt ákall til náttúrunnar) (http://listraentakall.reykjavik.is

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar