Fræðst um söguna í hjólaferð um Viðey

Skarfagarðar 3, 104 Reykjavík

viðey
10, ágúst 2021
Opið frá: 19.30 - 21.00

Vefsíða: https://borgarsogusafn.is/videy
Aðgangseyrir: Sjá á opinberri vefsíðu

Gunnar Marel Hinriksson sagnfræðingur og sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafni verður með hjólaleiðsögn um sögu Viðeyjar í víðu samhengi, frá klaustri til milljónafélagsins, á þriðjudagskvöldið 10. ágúst kl. 19.30-21.00.
Hvert fóru mýsnar í Viðey? Á Reykjavík Viðey eða Viðey Reykjavík? Hver var kartöfluuppskeran í Viðey 1781? Hvað eiga Skúli Magnússon og Gunnar Gunnarsson sameiginlegt? Er Viðey skilnaðarbarn? Þessum spurningum og mörgum fleiri verður svarað milli þess sem áheyrendur geysast um eyjuna á hjólum og virða fyrir sér fjallasýnina í kring og borgina frá öðru sjónarhorni.
Siglt verður frá Skarfabakka kl. 19.15. Þátttakendur koma á eigin hjólum og verður hjálpað með þau um borð í ferjuna. Leiðsögnin er ókeypis en greiða þarf ferjutollinn. Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og handhafar Gestakortsins sigla frítt. Viðey er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur - Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Svipaðir atburðir

Lækningajurtir í Viðey með Önnu Rósu grasalækni
Fiskur & fólk | Sjóminjasafnið
Jónsmessunæturganga
Lífið á landnámsöld
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Á mörkum sviðsmynda og náttúru│Peter Stridsberg
Pop-up grænmetis markaður Austurlands Food Coop
ALL AROUND - Objective í Ásmundarsal
Melckmeyt 1659 | Sjóminjasafnið
Upcycle Candle Workshop
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Ókeypis ritsmiðjur fyrir börn í Fjölskyldumiðstöðinni Gerðubergi
Föstudagsfiðrildi Listhópa & Götuleikhús Hins Hússins
Dagný Guðmundsdóttir: Eitthvað að bíta í
do it (heima) annar hluti
Korriró og Dillidó / Ásgrímur Jónsson
Miðborgargöngur: Reykjavíkurhöfn og Örfirisey
Hið þögla en göfuga mál | Sigurhans Vignir
Fjölskyldustund með Memmm í Dal fjölskyldukaffihúsi

#borginokkar