Kafbáturinn

Lindargata 7, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Þjóðleikhúsið / Kúlan
15, maí 2021
Opið frá: 14.00 - 16.00

Vefsíða https://leikhusid.is/syningar/kafbatur/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Nýtt íslenskt barnaleikrit sem snertir bæði hjartað og hláturtaugarnar
Argentína er fjörug tíu ára stelpa sem ferðast með pabba sínum um höfin í kafbát í ókominni framtíð eftir að öll lönd eru sokkin í sæ. Heimasmíðaði kafbáturinn er heil ævintýraveröld, fullur af skrýtnum uppfinningum, og pabbi segir Argentínu skemmtilegar sögur um lífið hér áður fyrr, t.d. um mömmu Argentínu sem þau feðginin eru að leita að. En þegar dularfullar persónur skjóta óvænt upp kollinum þarf Argentína að spyrja sig að því hvort pabbi segi alltaf satt og hvort fólk hafi virkilega alltaf þurft að búa í kafbátum.

Kafbátur er fyrsta leikrit Gunnars Eiríkssonar, en hann er ungur leikari sem hefur búið og starfað í Noregi stærstan hluta ævinnar.

Í verkinu er sögð djúp og falleg saga með miklum húmor um fjölskyldur í margbreytileika sínum, um réttinn til þess að vita sannleikann og um heiminn sem við búum í.

Aldursviðmið: 5-12 ára

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar