Kafbáturinn

Lindargata 7, 101 Reykjavík

Þjóðleikhúsið / Kúlan
15, maí 2021
Opið frá: 14.00 - 16.00

Vefsíða: https://leikhusid.is/syningar/kafbatur/
Aðgangseyrir: Sjá á opinberri vefsíðu

Nýtt íslenskt barnaleikrit sem snertir bæði hjartað og hláturtaugarnar
Argentína er fjörug tíu ára stelpa sem ferðast með pabba sínum um höfin í kafbát í ókominni framtíð eftir að öll lönd eru sokkin í sæ. Heimasmíðaði kafbáturinn er heil ævintýraveröld, fullur af skrýtnum uppfinningum, og pabbi segir Argentínu skemmtilegar sögur um lífið hér áður fyrr, t.d. um mömmu Argentínu sem þau feðginin eru að leita að. En þegar dularfullar persónur skjóta óvænt upp kollinum þarf Argentína að spyrja sig að því hvort pabbi segi alltaf satt og hvort fólk hafi virkilega alltaf þurft að búa í kafbátum.

Kafbátur er fyrsta leikrit Gunnars Eiríkssonar, en hann er ungur leikari sem hefur búið og starfað í Noregi stærstan hluta ævinnar.

Í verkinu er sögð djúp og falleg saga með miklum húmor um fjölskyldur í margbreytileika sínum, um réttinn til þess að vita sannleikann og um heiminn sem við búum í.

Aldursviðmið: 5-12 ára

Svipaðir atburðir

Barnamenningarhátíð | Hvar er húfan mín? - Sýning
Steinskröltarar
Halló, geimur
OF THE NORTH
Fiskur & fólk | Sjóminjasafnið
Föstudagsfiðrildi Listhópa & Götuleikhús Hins Hússins
do it (heima) annar hluti
Korriró og Dillidó / Ásgrímur Jónsson
Fjölskyldustund með Memmm í Dal fjölskyldukaffihúsi
Gönguferð með leiðsögn um Tjörnina / Sumarborgin
Sumarnótt / Ragnar Kjartansson
Melckmeyt 1659 | Sjóminjasafnið
Pop-up grænmetis markaður Austurlands Food Coop
ALL AROUND - Objective í Ásmundarsal
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Hips Don't Lie við Bernhöftstorfan
Í síkvikri mótun: Vitund og náttúra
Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld
Leiðsögn sýningarstjóra: Iðavöllur
Lífið á landnámsöld

#borginokkar