Lækningajurtir í Viðey með Önnu Rósu grasalækni

Skarfagarðar 3, 104 Reykjavík

Viðey
27, júní 2021
Opið frá: 13.30 - 15.30

Vefsíða: https://borgarsogusafn.is/videy
Aðgangseyrir: Sjá á opinberri vefsíðu

Anna Rósa grasalæknir leiðir gönguna og kynnir algengar lækningajurtir sem vaxa í Viðey og segir frá áhrifamætti þeirra, tínslu og þurrkun. Gestum er frjálst að tína jurtir í samráði við grasalækninn. Anna Rósa er menntuð sem grasalæknir í Englandi og hefur starfað við ráðgjöf á eigin stofu í yfir 20 ár ásamt því að framleiða vinsælar vörur úr íslenskum jurtum sem hún tínir sjálf.
Gangan tekur um 1 ½ klukkustund og eru gestir sem vilja tína jurtir hvattir til að taka með taupoka, skæri eða lítinn hníf.
Athugið að siglt er samkvæmt áætlun frá Skarfabakka kl. 13:15. Þátttaka í göngunni er gestum að kostnaðarlausu en greiða þarf í ferjuna. Við minnum á að það er veitingasala í Viðeyjarstofu og því tilvalið að sigla fyrr út í Viðey og njóta góðra veitinga áður en gangan hefst, eða setjast inn að göngu lokinni.

Svipaðir atburðir

Fiskur & fólk | Sjóminjasafnið
Jónsmessunæturganga
Á mörkum sviðsmynda og náttúru│Peter Stridsberg
Lífið á landnámsöld
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Hið þögla en göfuga mál | Sigurhans Vignir
Gönguferð með leiðsögn um Tjörnina / Sumarborgin
Fjölskyldustund með Memmm í Dal fjölskyldukaffihúsi
Steinskröltarar
Barnamenningarhátíð | Hvar er húfan mín? - Sýning
Halló, geimur
OF THE NORTH
Sumarnótt / Ragnar Kjartansson
Pop-up grænmetis markaður Austurlands Food Coop
ALL AROUND - Objective í Ásmundarsal
Upcycle Candle Workshop
Melckmeyt 1659 | Sjóminjasafnið
Ókeypis ritsmiðjur fyrir börn í Fjölskyldumiðstöðinni Gerðubergi
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn

#borginokkar