Artótek | Naglinn: Inn í vorið

Sólheimar 27, 104 Reykjavík

Borgarbókasafnið Sólheimum
07, maí 2021 - 30, júní 2021
Opið frá: 10.00 - 19.00

Vefsíða: https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/artotek-naglinn-inn-i-vorid
Aðgangseyrir: Sjá á opinberri vefsíðu

Listaverk eftir Aðalheiði Skarphéðinsdóttur verður til sýnis á Naglanum í Borgarbókasafninu Sólheimum í maí og júní. Verkið er fengið að láni úr Artótekinu, sem er til húsa í Borgarbókasafninu Grófinni.

Naglinn er heitið á sýningaröð á Borgarbókasafninu Sólheimum og er þetta 4. sýningin í röðinni. Hver sýning samanstendur af einu listaverki. Áhugasamir geta keypt verkið eða leigt það á kaupleigu þar sem viðkomandi eignast verkið þegar það er að fullu greitt. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja, úr Artótekinu, hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.

Aðalheiður Skarphéðinsdóttir var í Myndlista og handíðaskóla Íslands 1967-70. Hún stundaði einnig nám í Stokkhólmi, fyrst við Konstfack þar sem hún útskrifaðist sem textílhönnuður, og síðar í Konstnärernas Kollektivaverkstad. Hún rekur Gallery Múkka í Fornubúðum 8 við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Aðalheiður hefur haldið um 30 einkasýningar á Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim m.a. í Kína.

Aðalheiður vinnur með marga ólíka miðla. Má þar nefna grafík, vatnsliti, tauþrykk, handverk, rekavið o.fl. Hún sækir innblástur í náttúruna en í verkum hennar má finna ótal blæbrigði lita og mynstur. Að vinna með börnum í myndlist hefur verið henni mjög hugleikið og hvetjandi á sköpunarferli hennar.

Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, umsjónarmaður Artóteksins, valdi verkið að þessu sinni. „Vorið er svo skemmtilegur tími. Sólin hækkar á lofti, farfuglarnir mæta til landsins og fuglasöngur ómar. Fuglarnir tveir á spjalli gefa mér fyrirheit um vorið og sumarið og fuglasönginn framundan.“

Verkið er hægt að leigja á 4.000 kr. á mánuði eða kaupa á 110.000 kr.

Nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn og verkið á https://artotek.is

Svipaðir atburðir

Eilíf endurkoma
Halló, geimur
OF THE NORTH
Sumarnótt / Ragnar Kjartansson
Korriró og Dillidó / Ásgrímur Jónsson
Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásmundur Sveinsson: Ef lýsa ætti myrkva
Hönnun í anda Ásmundar
Koddahjal - Endurhlaða | Innsetning
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Kvöldgöngur | Leiðsögn um Klambratún – listaverk og umhverfi
Hips Don't Lie við Bernhöftstorfan
Hið þögla en göfuga mál | Sigurhans Vignir
Gönguferð með leiðsögn um Tjörnina / Sumarborgin
Fjölskyldustund með Memmm í Dal fjölskyldukaffihúsi
Í síkvikri mótun: Vitund og náttúra
Steinskröltarar
Barnamenningarhátíð | Hvar er húfan mín? - Sýning
Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld
Leiðsögn sýningarstjóra: Iðavöllur
Á mörkum sviðsmynda og náttúru│Peter Stridsberg

#borginokkar