Sumarnótt / Ragnar Kjartansson

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Listasafn Íslands
08, maí 2021 - 19, september 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða //www.listasafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Í Sumarnótt er sótt á kunnugleg mið þar sem andi rómantíkur og sæluríkis er alls ráðandi. Áhyggjuleysi og angurværð svífur yfir vötnum þar sem ung pör ganga um fábrotið undirlendi og syngja við gítarleik. Með samhverfri mynd og síendurtekinni laglínu dregst áhorfandinn inn í óendanleika hringrásar verksins þar sem feigðinni er haldið fyrir utan um leið og stöðugt er minnt á hana.

Sumarnótt er tekið upp í Eldhrauni, skammt frá upptökum hinna sögulegu Skaftárelda sem ollu miklum hörmungum á Íslandi og víða í Evrópu síðla á 18. öld. Ragnar vísar til eldsumbrotanna og sögunnar með vali á staðsetningu og fléttar verkið einnig saman við íslenska listasögu, til að mynda með vísan í landslagsmyndir Jóns Stefánssonar og ekki síst í sjálfa sumarnóttina sem var íslenskum landslagsmálurum afar kært myndefni framan af síðustu öld, þegar fyrstu kynslóðir íslenskra listamanna komu fram.

Svipaðir atburðir

OF THE NORTH
Korriró og Dillidó / Ásgrímur Jónsson
Halló, geimur
Artótek | Naglinn: Dans á rósum
Eilíf endurkoma
Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásmundur Sveinsson: Ef lýsa ætti myrkva
Hönnun í anda Ásmundar
do it (heima)
Reykjavík barnanna
Opnun: Hilmir snýr heim |Sigurður Unnar Birgisson
Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld
Fiskur & fólk | Sjóminjasafnið
Weekly guided tours in English at noon
Samfélag skynjandi vera
Kabarett í Kjallaranum
Melckmeyt 1659 | Sjóminjasafnið
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Hið þögla en göfuga mál | Sigurhans Vignir
Rit- og teiknismiðja | 9-12 ára
FULLBÓKAÐ! - SÖGUR – Tónsmíðar | 9-12 ára

#borginokkar