Fuglaskoðun með líffræðingi

Skarfagarðar 3, 104 Reykjavík

Dagsetningar
Viðey
08, júní 2021
Opið frá: 19.30 - 21.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/videy
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Snorri Sigurðsson líffræðingur mun leiða fuglaskoðun um vesturhluta Viðeyjar þriðjudaginn 8. júní kl. 19:30 og fræða göngugesti um fjölskrúðugt fuglalíf í eynni. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér kíki.
Í Viðey verpa um 30 tegundir fugla. Mest er um æðarfugl og grágæs og stundum má sjá sjaldgæfar tegundir eins og jaðröku eða óðinshana. Dálítið er af teistu og hrafninn gerir sér líka hreiður í eynni.
Siglt verður frá Skarfabakka kl. 19:15. Þau sem vilja fá sér að borða fyrir göngu eru hvött til að taka ferjuna kl. 18:15 og setjast inn í Viðeyjarstofu og gæða sér á mat og drykk í því sögufræga húsi. Þátttaka í göngunni er gestum að kostnaðarlausu en greiða þarf í ferjuna.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar