Heiðmörk on a beautiful day
  • Heim
  • Náttúruborgin

Náttúruborgin

Náttúran er aldrei langt undan í Reykjavík, hvort sem fólk vill leggja fjall undir fót eða fara í frisbígolf í Laugardal. Fjöldi göngu- og hjólastíga hefur verið lagður um borgina til að gera borgarbúum og gestum kleift að ferðast um borgina á öruggan, skemmtilegan og umhverfisvænan máta. Þeir sneiða yfir eða undir umferðargötur og í gegn um vinsæl útivistarsvæði eins og Elliðárdalinn og Nauthólsvík og meðfram Ægissíðu. 

Heiðmörk er eitt fallegasta og vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar, með fjölda gönguleiða í skógi vöxnu landi. Þar er einnig hægt að renna fyrir fisk í vötnum, svo sem Elliðavatni, og skoða hina einstöku Rauðhóla. Esjan er einkennisfjall Reykjavíkur og yndi borgarbúa en hún er einnig vinsæll áfangastaður hjá göngu- og útivistarfólki. Margar gönguleiðir er að finna á fjallinu og útsýnið, þegar upp er komið, er hrífandi. Aðeins nær borginni er síðan Úlfarsfellið en útsýnið þaðan ekki síðra þótt gangan upp sé léttari. 

Fuglaskoðarar og annað áhugafólk um náttúru- og dýralíf ætti ekki að láta sér leiðast í Reykjavík en ýmsar fuglategundir deila borginni með mannfólkinu. Góðir staðir til að fylgjast með fuglalífinu eru til dæmis Vatnsmýrin og Tjörnin, Grasagarðurinn í Laugardal og Viðey. Við mælum sérstaklega að hoppa upp í Viðeyjarferjuna sem siglir út í Viðey frá Skarfabakka, Gömlu höfninni og Hörpu og njóta þar náttúru auk listaverka og sögulegra minja.

Flestir þekkja skíðasvæðið Bláfjöll en færri vita að þar er einnig hægt að laumast undir yfirborð jarðar. Hellirinn Leiðarendi er 750 metra langur hraunhellir sem auðvelt er að heimsækja á eigin vegum en fyrir þau ævintýragjörnustu er einnig hægt að síga í lyftu ofan í tómt kvikuhólf eldfjallsins Þríhnjúkagígs í skipulögðum ferðum. 

Norðurljósin sjást líka í Reykjavík en þá ríður á að finna sér dimm svæði til að njóta þeirra. Gott myrkur má finna víða á afskekktari stöðum höfuðborgarsvæðisins svo sem við Reynisvatn, á Borgarholti við Kópavogskirkju og úti á Gróttu. Góða skemmtun!

Bláfjöll
.

Bláfjöll er stærsta skíðasvæðið á Íslandi og þekkt fyrir sína sérstöku náttúrufegurð. Bláfjöll bjóða upp á skíðaleigu og skíðakennslu og þegar svæðið er opið er hægt að taka rútu frá Reykjavík til Bláfjalla.

Esja
Mount Esja

Esja er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins en hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði, til að mynda við skógræktina við Mógilsá.

Grasagarðurinn
A bridge in the botanical garden

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Í garðinum eru varðveittir um 5000 safngripir af um 3000 tegundum.

Viðey
Viðey Island on a beutiful day

Viðey er afar gróðursæl og var öldum saman talin ein besta bújörð landsins. Þar bjuggu menntamenn og áhrifamenn í íslensku samfélagi og þar sjást enn ummerki túna og hlaðinna garða.

Úlfarsfell
Úlfarsfell

Úlfarsfell er lægra en systir hennar Esja og örugglega ekki eins vel þekkt. En það er nær miðborg Reykjavíkur og býður upp á jafn glæsilegt útsýni yfir borgina.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Hann er jafnframt eitt vinsælasta svæðið til útivistar, leikja og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við.

#borginokkar