Skip to main content

Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús


Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt og upprennandi hæfileikafólk.

Hafnarhúsið er staðsett við gömlu höfnina í elsta hluta Reykjavíkur, þar sem frá örófi alda var bátalægi bæjarins og fyrsta bryggja hans. Húsið teiknaði Sigurður Guðmundsson arkitekt, einn af frumkvöðlum íslenskrar byggingarlistar, í samvinnu við Þórarin Kristjánsson hafnarstjóra á árunum 1933-39 og stækkun þess árið 1957-58. Það var endurgert til að hýsa starfsemi Listasafns Reykjavíkur frá 1998-2000 af arkitektastofunni Studio Granda.

Hafnarhúsið hýsir verk úr safneign listamannsins Errós sem hefur ánafnað Reykjavíkurborg stórt safn listaverka sinna og bóka, en auk þess eru þar settar upp margvíslegar sýningar á samtíma myndlist.

Önnur afþreying

.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur. Svæðið skiptist í torg, þorp og sveit og gefur góða mynd af umhverfi og bæjarbrag í Reykjavík á 19. og 20. öld.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi.

Listasafn Íslands

Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi og eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar.

Marshallhúsið

Í dag eru í Marshallhúsinu 3 menningarstofnanir: Nýlistasafnið, Gallerí Kling & Bang og Stúdíó Ólafur Elíasson. Á jarðhæð er að finna veitingahús sem leggur áherslu á sjávarrétti og bragðgóða drykki.