Skip to main content

Laugardalur


Laugardalurinn er án efa vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga enda er svæðið einstaklega heppilegt fyrir útiveru, skjólgott og gróðursælt með vel skipulagða göngu- og hjólastíga. 

Laugardalurinn er jafnframt ein meginmiðstöð íþróttaiðkunar í Reykjavík og er þar að finna íþróttamannvirki svo sem Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og Skautahöll Reykjavíkur. Þá er Laugardalurinn miðstöð garðyrkju og er Grasagarður Reykjavíkur í hjarta dalsins.

Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn í Laugardal er vinsæll meðal barna og fjölskyldufólks og er þar að finna öll íslensku húsdýrin og helstu villtu landspendýrin svo sem refir og hreindýr auk selanna sívinsælu.

Í Laugardalnum er jarðhiti, einkum við Þvottalaugarnar þar sem Reykvíkingar þvoðu þvott sinn áður fyrr í heitum jarðlaugum. Þá er aðaltjaldstæði Reykjavíkur í Laugardal og dalurinn því vinsæll viðkomustaður ferðalanga.

Önnur afþreying

Elliðaárdalur

Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Hann er jafnframt eitt vinsælasta svæðið til útivistar, leikja og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi.

Kolaportið

Það eru fáir staðir hér á landi sem fólk sækir meira en markaðstorg Kolaportsins. Fjölbreytnin gerir þetta skemmtilega umhverfi ólíkt öllum öðrum verslunarstöðum.

Viðey

Sagan drýpur af hverju strái í Viðey en eyjan er jafnframt útivistasvæði í eigu Reykvíkinga og öllum er velkomið að koma og njóta kyrrðar og náttúru eyjarinnar.
.

Skautahöllin

Almenningur hefur greiðan aðgang að höllinni en jafnframt hefur Skautafélag Reykjavíkur sína æfingu og keppnisaðstöðu í húsinu.