• Heim
  • Kvöldgöngur safnanna 2021

Kvöldgöngur safnanna 2021

Kvöldgöngur safnanna 2021

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Lagt er af stað kl. 20 frá Borgarbókasafninu Grófinni, Tryggvagötu 15, nema annað sé tekið fram. Fylgist með á Facebook.

 

Þátttaka er ókeypis. Við biðjum alla vinsamlegast um að skrá sig í göngurnar, en vísum þó engum frá. Skráning fer fram í viðburðum á heimasíðum viðkomandi safns.

 

JÚNÍ

10. júní

Braggar og byggðaþróun í Reykjavíkurborg
Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns leiðir göngu þar sem sagt verður frá því hvernig Reykvíkingar nýttu ýmsar byggingar herjanna við lok síðari heimsstyrjaldar. Ekki síst braggana sem voru ákveðin forsenda fyrir vexti borgarinnar á eftirstríðsárunum, en tilkoma herliðs Breta og síðar Bandaríkjamanna hafði margþætt áhrif hvað varðar þróun borgarinnar. Gangan hefst við aðalbyggingu Háskóla Íslands

Umsjón: Borgarsögusafn Reykjavíkur. Viðburður á Facebook.

 

24. júní          

Leiðsögn um Klambratún – listaverk og umhverfi
Edda Halldórsdóttir verkefnastjóri skráninga hjá Listasafni Reykjavíkur og Elízabet Guðný Tómasdóttir landslagsarkitekt leiða gönguna. Leiðsögnin hefst við verk Sigurjóns Ólafssonar Minnismerki um Nínu Tryggvadóttur fyrir framan Kjarvalsstaði.
Umsjón: Listasafn Reykjavíkur. Viðburður á heimasíðu og Facebook.

 

JÚLÍ

1. júlí

Un poema andante
Nuestro guía, Juan Camilo, es un poeta nacido en Colombia que ha estado deambulando por Islandia desde 2007. Nos llevará a dar un paseo por Reykjavik leyendo algunos de los poemas de este libro junto con sus propias traducciones al español, compartiendo sus propias impresiones de nuestra Bahía humeante.

Un poema andante - Gönguljóð - Bókmenntaganga á spænsku

Leiðsögumaður okkar, Juan Camilo, er skáld sem fæddist í Kólumbíu en hefur verið á reiki um Ísland síðan 2007. Hann fer með okkur í göngutúr um Reykjavík og les nokkur ljóð úr Ljóð í leiðinni, bæði á íslensku og eigin þýðingar á spænsku, ásamt því að deila eigin tilfinningum um borgina.
Umsjón: Borgarbókasafnið. Viðburður á heimasíðu og Facebook.

 

8. júlí

Bíóganga
Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður leiðir göngu um ýmsa staði í miðborg Reykjavíkur þar sem teknar hafa verið upp ódauðlegar senur í íslenskum kvikmyndum.
Umsjón: Borgarsögusafn Reykjavíkur

 

22. júlí            

Perlufestin um kvöld
Halla Margrét Jóhannesdóttir verkefnastjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur leiðir kvöldgöngu um útilistaverkin í Perlufestinni, sem er höggmyndagarður kvenna við suðurenda Tjarnarinnar í Hljómskálagarðinum. Gangan hefst við verkið Landnámskonuna sem stendur við Bjarkargötu.
Umsjón: Listasafn Reykjavíkur. Viðburður á heimasíðu og Facebook.

29. júlí          

Litaspjöld sögunnar
Alma Sigurðardóttir verkefnastjóri húsverndar á Borgarsögusafni Reykjavíkur og sérfræðingur í varðveislu bygginga fjallar um hús sem koma fyrir í nýjum leiðbeiningabækling sem nefnist Listaspjald sögunnar. Litaspjaldið tekur mið af

íslenskri húsagerðasögu og er ætlað að aðstoða þá sem vilja virða sögu húsa sinna, kinka kolli til uppruna þeirra og láta það verða hluta af  fallegum samhljómi lita. Húsin sem fjallað verður um eru frá mismunandi tímaskeiðum og þykja til fyrirmyndar hvað varðar litaval.
Umsjón: Borgarsögusafn Reykjavíkur. 

 

ÁGÚST

4. ágúst
           
Hin hliðin á Reykjavík
Athugið breytta dagsetningu! Gangan verður farin á miðvikudegi, ekki fimmtudegi eins og vaninn er, en ástæðan er árekstur við aðra viðburði Hinsegin daga.

Guðjón Ragnar Jónasson leiðir gesti um miðbæ Reykjavíkur og bregður upp svipmyndum úr menningarheimi sem mörgum er hulinn og rifjar upp áfanga úr baráttu fyrir réttindum og sýnileika hinsegin fólks.
Umsjón: Borgarbókasafnið. Viðburður á heimasíðu og Facebook.

12. ágúst        

Um slóðir Ástu Sigurðardóttur
Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri leiðir gesti um slóðir Ástu Sigurðardóttur. Ásta, sem var rithöfundur og myndlistarkona, er landsmönnum kunn fyrir höfundarverk sitt en ekki síður fyrir litríka ævi, en hugmyndum samtíma síns ögraði hún af dirfsku. Í haust verður frumsýnt leikverk í Þjóðleikhúsinu, byggt á ævi hennar og höfundarverki, sem Ólafur Egill skrifar og leikstýrir.
Umsjón: Borgarbókasafnið. Viðburður á heimasíðu og Facebook.

19. ágúst
           
Wieczorny spacer o sztuce publicznej w Breiðholt-cie

Artysta Lucas Bury oprowadzi zwiedzających po różnorodnej kolekcji dzieł sztuki publicznej w Efra-Breiðholt-cie. Trasa rozpocznie się od muralu Feather (Pióro) autorstwa artystki Sary Riel, który znajduje się na boku Asparfell 2-12, przed minimarketem w Drafnarfell 14.

Útilistaverkin í Breiðholti – á pólsku
Myndlistarmaðurinn Lucas Bury leiðir gesti um fjölbreytta flóru útilistaverka í Efra-Breiðholti. Gangan hefst við verk Söru Riel, Fjöðrin, sem staðsett er á húsgafli við Asparfell, við Mini-Market í Drafnarfelli 14.
Umsjón: Listasafn Reykjavíkur. Viðburður á Facebook

26. ágúst        

Reykjavík barnanna - tímaflakk um miðbæ Reykjavíkur 
Vinsamlegast athugið að þessi fjölskylduganga hefst kl.18.
Gangan hefst við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu. Reykjavík hefur tekið stakkaskiptum í tímans rás. Þegar fyrstu landnámsmennirnir settust þar að var náttúran ósnortin en þar er nú nútíma höfuðborg. Þær Linda Ólafsdóttir og Margrét Tryggvadóttir eru höfundar bókarinnar Reykjavík barnanna – Tímaflakk um höfuðborgina okkar, þar sem saga borgarinnar og líf íbúanna á ýmsum tímum lifnar við í máli og myndum. Þær leiða bókmenntagöngu fyrir alla fjölskylduna um miðbæ Reykjavíkur þar sem þátttakendur fá tækifæri til að fræðast um ótalmargt sem tengist svæðinu, svo sem víkingaþorpið, kaupstaðinn, höfnina, skólplagnirnar, dýralífið, brunann mikla og ýmislegt fleira. Gangan endar við sýningu á myndum úr bókinni í Pósthússtræti.
Umsjón: Reykjavík bókmenntaborg UNESCO
 

 #borginokkar