
Kvöldgöngur safnanna
Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Lagt er af stað kl. 20 frá Borgarbókasafninu Grófinni, Tryggvagötu 15, nema annað sé tekið fram. Fylgist með á Facebook.
Þátttaka er ókeypis. Við biðjum alla vinsamlegast um að skrá sig í göngurnar, en vísum þó engum frá. Skráning fer fram í viðburðum á heimasíðum viðkomandi safns.