• Heim
  • Korpúlfsstaðavöllur

Korpúlfsstaðavöllur

Korpúlfsstaðavöllur er gríðarlega skemmtilegur golfvöllur sem liðast í kringum íbúðahverfi í Grafarvogi.

Völlurinn er 27 holur og skiptist í Sjóinn, Ána og Landið. Þessum þremur svæðum er raðað mismunandi eftir dögum svo hægt er að spila ýmist 18 eða 9 holur alla daga.

Golfklúbbur Reykjavíkur sér um rekstur 18 holu golfvallar í Grafarholti ásamt 6 holu æfingavelli, Grafarkot, sem hentar vel til æfinga á stutta spilinu. Klúbburinn annast einnig rekstur 27 holu golfvallar að Korpúlfsstöðum auk Thorsvallar sem er 9 holu æfingavöllur og hentar byrjendum í golfi vel. Jafnframt rekur klúbburinn golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti og inniaðstöðu fyrir golfæfingar og félagsstarf í klúbbhúsi á Korpúlfsstöðum.

Gerð núverandi vallar að Korpúlfsstöðum hófst 1993. Áður var þar um tíma 12 holu völlur. Árið 1996 var hann opnaður með 9 holum og ári síðar var 18 holu völlurinn tilbúinn. Hann var vígður á landsmóti 1997. Klúbbaaðstaðan er í austurenda Korpúlfsstaðahússins og þar er aðstaða til inniæfinga. Völlurinn er 6.214 fermetrar og mög fjölbreyttur. Fyrri níu holurnar eru í kringum Korpu og hinar síðari í kringum Staðahverfi niður að sjó og þaðan upp að Korpúlfsstöðum. Margar holur og teigar eru fallegir og sakleysislegir en það er hvers og eins að komast að leyndardómum þeirra. Mikið hefur verið gróðursett af trjám umhverfis völlinn og ásýnd hans á eftir að breytast með árunum. 

Sjá meira

#borginokkar