Skip to main content

Korpúlfsstaðavöllur


Korpúlfsstaðavöllur er gríðarlega skemmtilegur golfvöllur sem liðast í kringum íbúðahverfi í Grafarvogi.

Völlurinn er 27 holur og skiptist í Sjóinn, Ána og Landið. Þessum þremur svæðum er raðað mismunandi eftir dögum svo hægt er að spila ýmist 18 eða 9 holur alla daga.

Önnur afþreying

.

Skautahöllin

Almenningur hefur greiðan aðgang að höllinni en jafnframt hefur Skautafélag Reykjavíkur sína æfingu og keppnisaðstöðu í húsinu.

Skógræktarfélag Reykjavíkur

Skógræktarfélag Reykjavíkur er sjálfstætt starfandi áhugamannafélag um skógrækt í Reykjavík og eitt af tæplega 60 skógræktarfélögum innan vébanda Skógræktarfélags Íslands. Hlutverk félagsins er að vinna að skógrækt, trjárækt og landbótum í Reykjavík og víðar.

Grafarholtsvöllur

Grafarholtsvöllur var hannaður af Svíanum Nils Sköld og er völlurinn rúmlega 50 ára gamall. Hann hefur haldist vel og er enn þann dag í dag meðal bestu valla landsins.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Hann er jafnframt eitt vinsælasta svæðið til útivistar, leikja og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi.