Kolaportið

Kolaportið

Kolaportið ættu flestir landsmenn að þekkja, en þar hefur farið fram sala á bæði nýjum og notuðum hlutum í áraraðir. Fjölbreytnin gerir þetta skemmtilega umhverfi ólíkt öllum öðrum verslunarstöðum. 

Kolaportið opnaði fyrst í bílastæðakjallara Seðlabankans við Arnarhól árið 1989. Fimm árum seinna flutti Kolaportið um set og er nú til húsa á fyrstu hæð Tollhússins við Tryggvagötu. Í húsinu er Kaffi Port, kaffihús. Fyrirkomulagið er þannig að stóru gólfplássi Tollhússins er skipt niður í 6m² bása sem eru leigðir út.

Árið 2021 var Kolaportið uppgert og bar, matsölustaðir smíðaðir og hægt var að breyta því í veislusal, markaðstorg og viðburðartorg.

Kolaportið er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 .

PORT Reykjavík er fjölnota veisluaðstaða og viðburðarými í miðbæ Reykjavíkur staðsett í Kolaportinu við Hafnartorg.

Aðstaðan býður upp á mjög fjölbreytta notkun. Rými eru stækkuð eða minnkuð með drapperingum eftir þörfum og nýtist þannig fyrir viðburði hvort sem gestafjöldi væri 50 manns eða 600 manns. Meira um Portið.

Meira um Kolaportið hér

#borginokkar