Klébergslaug

Klébergslaug

Klébergslaug er í íþróttamiðstöðinni á Kjalarnesi sem tekin var í notkun árið 1998. Þetta er sundlaug í alfaraleið og í dásamlegu umhverfi við sundin blá. Hún stendur við sjávarbakkann með útsýni út á sjóinn og skammt frá er nýleg sjósundsaðstaða. Verið velkomin í rólegt umhverfi í sveitasælunni á Kjalarnesi.

Aðstaða í og við Klébergslaug

  • Barnarennibraut
  • Heitir pottar
  • Kaldur pottur
  • Rennibraut
  • Sauna
  • Vaðlaug

Afgreiðslutími

Sumaropnun 8. júní til 21. ágúst

  • Mánudaga – fimmtudaga:  11:00 – 22:00
  • Föstudaga:  11:00 – 19:00
  • Laugardaga og sunnudaga:  11:00 – 18:00

Vetraropnun, 22. ágúst til 7. júní

  • Mánudaga – fimmtudaga:  15:00- 22:00
  • Föstudaga:  15:00 – 19:00
  • Laugardaga og sunnudaga:  11:00-18:00

 

Lítið klettabyggt nes nefnist Kléberg og er neðan Klébergsskóla. Staðurinn er sögustaður úr Kjalnesinga sögu. Þar segir að Búi hafi barist einn við Hofverja og haft betur. Klébergið er frábær útivistarstaður steinsnar frá miðborginni. Hér ertu í nánum tengslum við lífríki fjörunnar, Klébergslækinn, útistofuna, gönguleiðir og fjölbreytta íþrótta– og afþreyingaraðstöðu bæði úti og inni.

#borginokkar