
Kaupa Borgarkortið
Borgarkortið er frábær, þægileg og hagkvæm leið til að upplifa borgina okkar. Borgarkortið veitir frían aðgang að fjölda safna og sundlauga ásamt því að gilda sem aðgangseyrir í strætó innan höfuðborgarsvæðisins. Að auki veitir kortið afslætti í ýmsum verslunum og af þjónustu.
Borgarkort 24 klst
ISK 4.600
Borgarkort 48 klst
ISK 6.400
Borgarkort 72 klst
ISK 7.890
Upplýsingar um fyrirtækið
Höfuðborgarstofa
Kennitala: 530269-7609
Ráðhúsið
Tjarnargata 11
101 Reykjavík
info@visitreykjavik.is
Höfuðborgarstofa áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Greiðsluaðferðir
Höfuðborgarstofa nýtir greiðslugátt Borgunnar til að taka á móti greiðslu. Við tökum á móti eftirfarandi kredit- og debetkortum:
Afgreiðslu- og afhendingarskilmálar
Kaupendur fá afhendingarseðil sendan í tölvupósti og geta svo nálgast Borgarkortið á eftirfarandi stöðum:
- Listasafni Íslands
- Þjóðminjasafni Ísland
- Safnahúsinu Hverfisgötu
- Borgarsögusafni Reykjavíkur - Árbæjarsafni
- Borgarsögusafni Reykjavíkur - Sjóminjasafn
- Borgarsögusafni Reykjavíkur - Ljósmyndasafn
- Borgarsögusafni Reykjavíkur - Landnámssýning
- Listasafni Reykjavíkur - Ásmundarsafn
- Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi
- Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum
Skilaréttur
Veittur er 24 tíma frestur til að skila eða skipta vörunni.
Öryggisskilmálar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.