Kaffi Flóra á sólríkum degi

Kaffi Flóra

Flóran er einstök útaf staðsetningu og hráefni sem vex í bakgarði Flórunnar, umhverfið í Laugardalnum gefur gestum Flórunnar möguleika á að komast frá ysi og þysi borgarinnar án þess að fara úr borginn. Flóran býður ekki bara uppá veitingar og þægilegt umhverfi, heldur er Flóran með margra ára reynslu í veisluþjónustu út úr húsi og í veislum sem eru haldnar á Flórunni.

Flóran hefur þá sérstöðu að vera staðsett í miðju plöntu- og jurtasafni, Grasagarði Reykjavíkur, en hugmyndafræðin á bak við veitingastaðinn er sótt í staðsetninguna. Flóran ræktar stóran hluta af því hráefni sem er notað í eldhúsinu, salat, kryddjurtir og blóm, allt lífrænt ræktað af natni og alúð. 
Þannig geta gestir garðsins fræðst um plöntur og jurtir í ferð sinni um garðinn og gætt sér á afurðum úr
þeim í garðskálanum.

Flóran er opin yfir sumartímann en síðan lokað yfir vetrartímann. Þessi opnunartími er til að vernda plönturnar sem eru í garðskála Flórunnar.'

Markmið Flórunnar

Okkar markmið eru að viðhalda gæðum á matnum okkur hverju sinni, rækta okkar eigið hráefni eins mikið og náttúran leyfir og að gestir Flórunnar njóti alls sem við höfum uppá að bjóða í fallegri náttúru Laugardalsins.

Sjá meira

#borginokkar