Skip to main content

Jólaskógur í Ráðhúsinu


Þetta er í áttunda sinn sem Tjarnarsalnum er breytt í jólaskóg þar sem börnin geta leikið sér. Að þessu sinni er hönnun og framkvæmd verkefnisins í höndum Kristínar Maríu Steinþórsdóttur, upplifunarhönnuðar.

Jólatré prýða salinn og börnin geta leikið sér.

Jólaskógurinn er opinn virka daga frá 8.00 til 18.00, á laugardögum frá klukkan 10.00 til 18.00 og sunnudögum frá klukkan 12.00 til 18.00

Komið og njótið jólaskógarins.