Skip to main content

Íslenski dansflokkurinn


Íslenski dansflokkurinn er framsækinn nútímadansflokkur skipaður úrvalsdönsurum í hæsta gæðaflokki. Dansflokkurinn er sjálfstæð ríkisstofnun með aðsetur í Borgarleikhúsinu.

Flokkurinn leggur áherslu á að kynna íslenskum áhorfendum metnaðarfull verk og hefur unnið með mörgum fremstu danshöfundum Evrópu auk þess að leggja rækt við íslenska danssköpun.

Íslenski dansflokkurinn hefur öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi á undanförnum árum og hefur flokknum verið boðið að sýna í mörgum af helstu leikhúsum og hátíðum erlendis.

Íslenski dansflokkurinn leggur áherslu á samstarf við aðrar sviðslista- og menningarstofnanir sem og samvinnu við listafólk úr öðrum listgreinum. Hann er einnig virkur þátttakandi í alþjóðlegum upplýsinga- og samstarfsnetum.

Önnur afþreying

Götulist í Reykjavík

In recent years, the streets of Downtown Reykjavík have filled up with ambitious murals of different styles and themes. Many have become well-known landmarks that both locals and visitors seek out.

Hólavallagarður

Hólavallagarður er stór kirkjugarður í vesturbæ Reykjavíkur. Fyrst var grafið í hann árið 1838 og er hann stærsti íslenski kirkjugarðurinn frá 19. öld.

Þjóðskjalasafn

Þjóðskjalasafn er stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu.

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð vorið 1950 og hefur um langt árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum enda fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis.