Íslenski dansflokkurinn

Íslenski dansflokkurinn er framsækinn nútímadansflokkur skipaður úrvalsdönsurum í hæsta gæðaflokki. Dansflokkurinn er sjálfstæð ríkisstofnun með aðsetur í Borgarleikhúsinu.

Flokkurinn leggur áherslu á að kynna íslenskum áhorfendum metnaðarfull verk og hefur unnið með mörgum fremstu danshöfundum Evrópu auk þess að leggja rækt við íslenska danssköpun.

Íslenski dansflokkurinn hefur öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi á undanförnum árum og hefur flokknum verið boðið að sýna í mörgum af helstu leikhúsum og hátíðum erlendis.

Íslenski dansflokkurinn leggur áherslu á samstarf við aðrar sviðslista- og menningarstofnanir sem og samvinnu við listafólk úr öðrum listgreinum. Hann er einnig virkur þátttakandi í alþjóðlegum upplýsinga- og samstarfsnetum.

Sjá meira

#borginokkar