Skip to main content

Íslenska Óperan

Íslenska óperan er ópera allra landsmanna. Frá stofnun hennar árið 1980 hafa meira en 400.000 gestir sótt sýningarnar. Íslenska óperan setur reglulega upp vandaðar og fjölbreyttar óperusýningar, allt frá vel þekktum óperum til nýrra íslenskra verka sem pöntuð eru af Íslensku óperunni.

Íslenskir listamenn eru jafnan í öndvegi, en jafnframt er erlendum gestum reglulega boðið að taka þátt í uppfærslum.

Íslenska óperan hefur öðlast mikilvægan sess í menningarlífi þjóðarinnar og er hún meðal leiðandi listastofnanna þjóðarinnar. Hún hefur áunnið sér frábært orðspor bæði innanlands og erlendis og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir vandaðar óperuuppfærslur, sem vakið hafa alþjóðlega athygli.

Valdar sýningar Íslensku óperunnar hafa verið sýndar reglulega á Opera Vision, streymisveitu Opera Europa og uppfærslurnar hafa hlotið frábærar viðtökur og gagnrýni bæði hérlendis og erlendis.

Sjá meira