Hjólaleiga

Í Reykjavík eru frábærar hjólreiðabrautir meðfram fallegu landslagi og því tilvalið að skella sér á hjól. Tilgangur göngu- og hjólastígakerfis Reykjavíkurborgar er að gera íbúum og gestum kleift að ferðast hjólandi eða gangandi um borgina á öruggan, skemmtilegan og vistvænan máta. 

Víða eru göngubrýr eða undirgöng undir umferðaræðar og stígar eru lagðir um vinsælar útvistarperlur eins og Elliðaárdalinn og Ægissíðu.

Sex áningarstaðir eru nú við stígakerfið, þar sem vegfarendur geta kastað mæðinni og notið útsýnisins, skoðað göngu- og hjólastígakort fyrir höfuðborgarsvæðið og gripið í nesti.

Staðirnir eru í Nauthólsvík, við Ægissíðu, við Gullinbrú, við Suðurlandsbraut gegnt Mörkinni, í Elliðaárdal og við Ánanaust. Reykjavíkurborg hefur lagt til númerakerfi fyrir stígakerfi höfuðborgarsvæðisins og merkt stíga skv. því .

Markmið Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2021–2025 er að auka hlutdeild hjólreiða í ferðum í borginni.

Teaserboxes
Reykjavík Bike Tours

Njóttu þess að hjóla í Reykjavík með hjóli frá Reykjavík Bike Tours

Reykjavík Bike & Scooter

Að skoða borgina á hjóli er spennandi leið til að fá sem mest út úr heimsókninni þinni, eða bara skemmtileg leið til að komast á milli staða!

 

Borgarhjól

Njóttu þess að hjóla um borgina á þeim mörgu hjólreiðastígum sem fyrirfinnast

#borginokkar