Sjómannadagurinn
  • Heim
  • Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn

2. júní 2024

Sjómannadagurinn er fjölskylduhátíð sem fjallar um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengda sjómennsku, skip, sjómenn, fisk, ýmsan fróðleik og sjómannalögin góðu í bland við góða skemmtun. Sjómannadagurinn hefur náð að vaxa og dafna undanfarin ár og er nú orðin ein af stærri hátíðum í borginni en rúmlega 40.000 manns lögðu leið sína niður að höfninni í fyrrasumar. Árið 2017 voru 100 ár liðin frá því að fyrsta áfanga hafnargerðar í Gömlu höfninni í Reykjavík lauk og 80 ár liðin frá því að Sjómannadagsráð var stofnað. Að hátíðinni standa Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og Brim.

Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir. Hann er hátíðisdagur allra sjómanna. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða eftir vetrarlægi, sem var yfirleitt 3. eða 4. sunnudag eftir þrettánda. Árið 1987 var dagurinn lögskipaður frídagur sjómanna.

 

#borginokkar