Skip to main content

Háskólabíó


Háskólabíó hefur í gegnum árin verið heimili íslenskra kvikmynda og listrænna gæðamynda frá öllum heimshornum auk þess sem þar eru sýndar stórar vinsælar myndir um leið og þær koma út. Háskólabíó hýsir árlega ýmsar kvikmyndahátíðir, til að mynda Franska kvikmyndahátíð í upphafi árs.

Háskólabíó hefur ríka sögu og mikla sál. Gestir upplifa einstakt andrúmsloftið og njóta þess fram í fingurgóma að horfa á góðar kvikmyndir í Háskólabíói. Í Háskólabíói eru allar sýningar hlélausar og fólk með sætaval. 

Aðgengi fyrir hjólastóla eru í öllum sölum en athugið að lyftan að sal 4 rýmir aðeins minni gerðir hjólastóla.

Önnur afþreying

Sögusafnið

Í þessu fjölbreytta og lifandi safni gefst gestum færi á að kynnast Íslandssögunni á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið sýnir fjölbreytt úrval sviðsverka sem er ætlað að höfða til ólíkra áhorfendahópa, með það að markmiði að efla og glæða áhuga landsmanna á list leikhússins og auðga leikhúsmenningu í landinu.

Berg Contemporary

BERG Contemporary er fjölbreyttur vettvangur fyrir samtímalist. Galleríið setur upp verk upprennandi og þekktra myndlistarmann og endurspeglar líðandi stund í gegnum framúrstefnulegt sýningarstarf.

Norræna húsið

Markmið Norræna hússins er að hlúa að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi.