Háskólabíó

Háskólabíó hefur í gegnum árin verið heimili íslenskra kvikmynda og listrænna gæðamynda frá öllum heimshornum auk þess sem þar eru sýndar stórar vinsælar myndir um leið og þær koma út. Háskólabíó hýsir árlega ýmsar kvikmyndahátíðir, til að mynda Franska kvikmyndahátíð í upphafi árs.

Háskólabíó hefur ríka sögu og mikla sál. Gestir upplifa einstakt andrúmsloftið og njóta þess fram í fingurgóma að horfa á góðar kvikmyndir í Háskólabíói. Í Háskólabíói eru allar sýningar hlélausar og fólk með sætaval. 

Aðgengi fyrir hjólastóla eru í öllum sölum en athugið að lyftan að sal 4 rýmir aðeins minni gerðir hjólastóla.

Sjá meira

#borginokkar