Skip to main content

Hannesarholt


Markmið sjálfseignarstofnunarinnar Hannesarholts er að efla jákvæða, gagnrýna hugsun í íslensku samfélagi, auka skilning á gildi sögunnar fyrir samtímann og framtíðina og hvetja til uppbyggilegrar umræðu og samveru.

Þegar komið er inná fyrstu hæð Grundarstígs 10 er engu líkara en að húsið bjóði faðminn, ósjálfrátt hægir á hjartslættinum og maður slakar á. Almenningi býðst að þiggja þetta faðmlag fortíðar heima hjá Hannesi, hægja á hlaupunum, líta til baka og reyna að muna hvaðan við erum að koma. Vonandi getur það hjálpað okkur til að átta okkur á hvert við erum að fara.

Húsið var byggt árið 1915 fyrir Hannes Hafstein fyrsta ráðherra Íslands og er meðal 15 elstu steinsteyptra húsa í Reykjavík og var byggt í kjölfarið á Reykjavíkurbrunanum vorið 1915.

Allir eru vel að sér í torfbæjararfleifð okkar, en þetta er líka partur af sögu okkar, og mikilvægt að almenningur fái að njóta þess. Húsinu fylgir góður andi og það fylgir manni eftir að frá er horfið. Í Hannesarholti getur margt fólk fengið notið margskonar samvista, sjálfu sér og öðrum til uppbyggingar. Menning er ekki bara hlutir sem einhver býr til, menning er líka allt það sem fólk gerir saman, í félagi hvert við annað. Í Hannesarholti getum við saman hlúð að okkur sjálfum og menningu okkar í uppbyggjandi iðju og samveru. Baðstofan er horfin en við erum ennþá hér. Líklega er í þessum draumi okkar fólgin þrá eftir baðstofunni.

Önnur afþreying

Landnámssýningin

Landnámssýningin byggir á kenningum fræðimanna um það sem fornleifar í Reykjavík geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að.

Pönksafn Íslands

Pönksafnið heiðrar tónlist og tíðaranda sem hefur mótað tónlistarmenn og hljómsveitir til dagsins í dag, fólk sem þorði að vera öðruvísi.
.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur. Svæðið skiptist í torg, þorp og sveit og gefur góða mynd af umhverfi og bæjarbrag í Reykjavík á 19. og 20. öld.

Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir

Á Kjarvalsstöðum eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885 -1972) enda skipar hann sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar.