• Heim
  • Grásleppuskúrarnir við Grímstaðarvör

Grásleppuskúrarnir við Grímstaðarvör

Gömlu grásleppuskúrarnir við Ægisíðu bera mikilvægt vitni um horfna sögu smáútgerðar og fiskvinnslu í Reykjavík.

Búið er að snyrta svæðið í kringum gömlu grásleppuskúrana við Ægissíðu og setja möl og hellur í kringum þá. Þá hafa aflraunasteinar verið færðir að skúrunum en þeim var komið fyrir eftir hugmynd íbúa í Vesturbæ. Hugmyndin um að fegra og snyrta í kringum skúrana kom frá íbúa og var kosin í rafrænum íbúakosningum Hverfið mitt

Langt fram eftir 20. öld voru fiskimenn með útgerð grásleppubáta við Ægisíðu.

Þegar mest var þá voru hér sextán bátar sem réru héðan út og hér eru mjög merkar atvinnuminjar fyrir Reykjavík. Grásleppuskúrarnir voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar. Borgarsögusafn fékk það verkefni fyrir þremur árum að gera minjunum hærra undir höfði og hreinsa til á svæðinu. Ljósmyndir voru notaðar til að skoða uppruna skúrana.

Grásleppuskúrarnir hafa alltaf ákveðið aðdráttarafl og Vesturbæingum er umhugað um þá.

 

#borginokkar