• Heim
  • Grafarholtsvöllur

Grafarholtsvöllur

Grafarholtsvöllur var hannaður af Svíanum Nils Sköld og er rúmlega 50 ára gamall. Hann hefur haldist vel og er enn þann dag í dag meðal bestu valla landsins.

Völlurinn er hæðóttur og getur reynst erfiður viðureignar, sér í lagi óreyndum kylfingum. Það er þó mál manna að þegar golfið gengur vel þá eru fáir vellir skemmtilegri en Grafarholtsvöllur. Völlurinn hefur iðulega verið notaður í Íslandsmótum og öðrum stærri golfmótum.

Grafarholtsgolfvöllurinn opnaði árið 1963 sem gerir hann að elsta 18 holu golfvelli Íslands. Völlurinn er viðurkenndur sem úrvallsvöllur og hefur hýst mörg Evrópu- og Norðurlandamót. Vallarhönnuðurinn, Nils Skjöld, notaði hið hrikalega og fjölbreytta landslag sem fyrir var til að framleiða líklega erfiðasta meistaragolfvöll Íslands. Allar brautir eru í takt við hraun og lyng sem krefst þess að kylfingurinn noti hugmyndaflugið ef hann vill skila góðu skori. Völlurinn er á pari 71 og mælist 6.590 yarda (6.026 m) frá aftari teig. 18 krefjandi holur með blíðlega bylgjuðum brautum krefst fullrar eftirtektar kylfinga. Milt loftslag og stórkostlegt útsýni yfir Reykjavík gera þetta að einstakri golfupplifun.

Sjá meira

#borginokkar