Gamla höfnin

Gamla höfnin var byggð á árunum 1913 – 1917 og er vinsæll viðkomustaður ferðafólks í borginni. Við höfnina er að finna HörpuSjóminjasafnið og fjölda siglingafyrirtækja sem bjóða upp á hvalaskoðanir og lundaferðir.

Höfnin er einnig þekkt fyrir skemmtilegt úrval af litlum veitingahúsum og kaffihúsum en það er fátt notalegra en að sötra kaffibolla á meðan horft er yfir sjóinn að Esju.

#borginokkar