ágúst 24, 2021

Tímaflakk um höfuðborgina

Fjölskylduganga fimmtudaginn 26. ágúst 2021 kl. 18.

Tímaflakk um höfuðborgina er yfirskrift fjölskyldugöngu sem Linda Ólafsdóttir og Margrét Tryggvadóttir leiða fimmtudaginn 26. ágúst. Helstu umræðuefni göngunnar eru víkingaþorpið, kaupstaðurinn, höfnin, skólplagnirnar, dýralífið, bruninn mikli og ýmislegt fleira áhugavert sem tengist svæðinu.

Gangan hefst við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu og endar í Pósthússtræti við útisýningu á myndum úr nýútgefinni bók þeirra Lindu og Margrétar sem ber heitið Reykjavík barnanna – Tímaflakk um höfuðborgina okkar. Í bókinni rekja þær sögu borgarinnar og íbúa hennar í máli og myndum og eiga börnin því von á allskonar fjölbreyttum sögum úr höfuðborginni í gegnum tímans rás.

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarsögusafn Reykjavíkur standa saman að göngunni.

Gangan hefst við Borgarbókasafnið í Grófinni kl. 18 og er öllum velkomin.

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarsögusafn, Borgarbókasafn og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir. Göngurnar fara fram á fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Upplýsingar um allar göngurnar er að finna á borginokkar.is og á Facebooksíðunni Kvöldgöngur.

#borginokkar