Street wisdom walk
júní 30, 2022

Street Wisdom ganga í Laugardalnum

Miðvikudaginn 6. júlí fer fram Street Wisdom ganga í Laugardalnum þar sem þú getur leitað að innblæstri og svörum í kringum þig á meðan þú gengur.

Gunndís Ýr Finnbogadóttir kynnir þátttakendur fyrir Street Wisdom; nálgun sem við getum öll nýtt okkur til að taka eftir óvæntum hlutum, kynnast umhverfinu og hlusta á okkur sjálf. Þátttaka er ókeypis en hámarksfjöldi þátttakenda er 20.

Skráning á smiðjuna fer fram á netfanginu gunndis@gmail.com og þarf að tiltaka nafn, símanúmer og netfang.

Styrkt af samfélagsstyrkjum Landsbankans

#borginokkar