Icelandic food
  • Heim
  • Fréttir
  • Reykjavík tilnefnd til Global Tastemaker verðlauna
október 24, 2022

Reykjavík tilnefnd til Global Tastemaker verðlauna

Reykjavík hefur verið tilnefnd til fyrstu Global Tastemaker verðlaunanna sem veitt verða á næsta ári.

Verðlaunin eru hluti af árlegu Tastemaker verðlaunum tímaritsins Food & Wine Magazine en auk borgarinnar eru eftirfarandi hótel tilnefnd til verðlaunanna: Canopy by Hilton Reykjavík City Center, Hótel Borg, Ion City Hotel og The Reykjavík Edition.

Food and Wine Magazine er margverðlaunað tímarit sem gefið hefur verið út síðan árið 1978. Mánaðarlegir lesendur tímaritsins eru rúmlega 7 milljónir en um 11 milljónir heimsækja vefsíðu þeirra mánaðarlega.

Áhugasamir geta kosið HÉR

#borginokkar