• Heim
  • Fréttir
  • Plöntuleikhús fyrir krakka í Sjóminjasafninu í Reykjavík
febrúar 16, 2022

Plöntuleikhús fyrir krakka í Sjóminjasafninu í Reykjavík

Sunnudaginn 20.febrúar kl. 13-15. Hvað er plöntuleikhús? Er hægt að búa til leikhús þar sem plöntur eru einu listamennirnir?

Á plöntuleikhússmiðju á Sjóminjasafninu í Reykjavík býðst plöntusérfræðingum á öllum aldri að prófa sig áfram í leikritun og búa til hugmyndir fyrir senur sem leiknar eru fyrir, með eða af plöntum. Farið verður í leiki og gerðar leiklistaræfingar.

Leiðbeinendur smiðjunnar eru sviðshöfundarnir Andrea Elín Vilhjálmsdóttir og Hrefna Lind Lárusdóttir. Best er að mæta í pörum eða hópum sem eru blanda af krökkum og fullorðnum svo allir hafi góðan ritara.

Listrænn stjórnandi plöntuleikhússins er Lóa Björk Björnsdóttir en hún útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskólans árið 2017.

Þátttaka er ókeypis í tilefni af vetrarfríi grunnskólabarna í Reykjavík.

Vegna sóttvarnaviðmiða er aðeins pláss fyrir 25 þátttakendur. Skráning fer fram HÉR

Linkur á viðburðinn á Facebook

#borginokkar