Listahátíð í Reykjavík - Reykjavík Arts Festival
júní 1, 2022

Listahátíð í Reykjavík byrjar í dag!

Listahátíð í Reykjavík byrjar í dag og stendur til 19. júní. Margt er um að vera hvort sem það er tónlist, myndlist eða dans og því eitthvað fyrir alla að sjá!

Listahátíð í Reykjavík er þverfagleg listahátíð með áherslu á nýsköpun. Hún fer fram í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum um alla borg og teygir sig jafnframt út fyrir borgarmörkin.

Listahátíð í Reykjavík er vettvangur fyrir listsköpun í hæsta gæðaflokki frá öllum heimshornum en á líka í kröftugu og lifandi sambandi við almenning í landinu og leitast við að tendra áhuga sem flestra til að taka þátt og njóta lista á eigin forsendum. 

Listahátíð fagnar fjölbreytileika mannlífsins og setur aðgengi og virðingu fyrir umhverfinu í forgang. Við verkefnaval hefur hátíðin faglegan metnað, kjark, lífsgleði og stórhug að leiðarljósi. 

Hér má finna dagskrá hátíðarinnar á auðlesnu máli. 

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar á heimasíðu

#borginokkar