

nóvember 26, 2021
Kveikt verður á Oslóartrénu á sunnudaginn
Kveikt verður á Oslóartrénu í beinni útsendingu á RÚV sunnudaginn 28. nóvember
Tendrun jólatrésins á Austurvelli fyrsta sunnudag í aðventu markar upphaf jólaborgarinnar Reykjavíkur en tréð er sótt í norska lundinn í Heiðmörk. Rúm hálf öld er síðan kveikt var á tréinu í fyrsta skipti og minnir viðburðurinn á áratuga vinasamband Reykjavíkur og Oslóarborgar.
Jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra prýðir jólatréð ár hvert. Í honum sameinast íslenskur menningararfur, hönnun og mikilsvert málefni. Reykjavíkurborg hefur frá upphafi stutt verkefnið en óróar Styrktarfélagsins hafa verið eina skrautið á Oslóartrénu auk jólaljósanna.